Minning Adda verður heiðruð með minningartónleikum laugardaginn 16. september á Vitanum
(Akureyri). Fram koma tveir listamenn sem hann mat hvað mest, Stebbi Jak og Helgi og
Hljóðfæraleikararnir og opnar húsið 20:00. Þarf vart að taka fram að þetta er goðsagnarkennd uppstilling
og því glapræði að taka daginn ekki frá strax.
Allur ágóði af miðasölu rennur í stofnun minningarsjóðs sem mun hafa það markmið að styrkja ungt og
metnaðarfullt handknattleiksfólk, nokkuð sem er eins mikið í anda Adda og hægt er.