Select Page

Minningarsíða

Arnar Gunnarsson

Markmið síðunnar er að heiðra minningu Arnars Gunnarssonar, sérstakur minningarsjóður hefur verið stofnaður í nafni Arnars.

Frjáls framlög
Stofnun sjóðsins

Þá er loksins hægt að greina frá stofnun Minningarsjóðs Arnars Gunnarssonar, stofnendur eru Sólveig Hulda Árnadóttir, Stefán Rúnar Árnason og Samúel Ívar Árnason.

Að baki stofnun sjóðsins er allur ágóði Minningartónleikanna sem haldnir voru á Vitanum á Akureyri síðasta haust ásamt frjálsum framlögum frá fjölskyldu og vinum Arnars. Allir sem lögðu málefninu lið eiga sameiginlegan heiður að því að þessi sjóður er nú orðinn að veruleika, eitthvað sem okkur þykir afskaplega vænt um. Á það við um einstaklingana sem keyptu sig inn á tónleikana, þá sem lögðu inn frjáls framlög, Helga og Hljóðfæraleikarana og Stebba Jak sem spiluðu á tónleikunum án þóknunar og Helga Gunnlaugs á Vitanum sem hýsti tónleikana án endurgjalds. Kærar þakkir fyrir ykkar framlag.

Markmiði sjóðsins má skipta í þrennt. Að styrkja unga handknattleiksiðkendur fjárhagslega, að stuðla að aukinni fræðslu til foreldra og forráðamanna barna og ungmenna í íþróttum og síðast en ekki síst að heiðra minningu Arnars. Hægt er að styrkja sjóðinn með því að leggja inn á reikning 1187-05-255000, kennitala 650324-1450 og hvetjum við bæði einstaklinga og fyrirtæki að leggja málefninu lið.

Fyrsta stjórn hefur verið valin. Hana skipa Árni Jakob Stefánsson, Gunnar Már Paris og Samúel Ívar Árnason, varamenn eru Sólveig Hulda Árnadóttir og Eiður Ísak Hafsteinsson. Við sem myndum fyrstu stjórn sjóðsin munum leggja okkur fram við að halda nafni Arnars á lofti og vonumst til að sjóðurinn muni vaxa og dafna á næstu árum.

Helstu tilkynningar sjóðsins um bæði viðburði og hvernig hægt verður að sækja um styrki munu birtast hér á heimasíðunni. Unnið er í að setja hlekk/krækju á síðuna þar sem einstaklingar geta sótt um styrki, í millitíðinni bendum við á netfangið minningarsjodurarnars@gmail.com sem er virkt og hægt að hafa samband við sjóðinn þar.

Bestu kveðjur

Stofnendur og stjórn

 

Taktu þátt

Minningarsjóður Arnars

Sækja um styrk

Hér mun von bráðar koma styrktar hnappur. 

Styrkja sjóðinn

Sjóðnum er ætlað að styðja við unga og efnilega handboltaiðkendur sem stefna hátt, sem og að auka fræðslu til foreldra og forráðamanna barna í íþróttum. Sjóðurinn hefur sömuleiðis þann tilgang að heiðra minningu Arnars